Bowenmeðferð

pic01x

Bowen er bandvefslosunartækni sem hvetur líkamann til að laga sig sjálfan, engin þvingun á sér stað og engu afli er beitt í meðferðinni.  Bowen er mjúk meðferð þar sem unnið er með bandvef líkamans og hefur hún áhrif á ósjálfráða taugakerfið og sogæðakerfið.

 

~ Bowen er ekki nuddmeðferð ~

 

Meðferðin, sem tekur alla jafna u.þ.b. 45 mín. gengur þannig fyrir sig að skjólstæðingurinn liggur á bekk á meðan meðferðaraðilinn framkvæmir fyrirfram ákveðnar hreyfingar með þumal og vísifingrum yfir mjúkvefi líkamans.  Hann dregur sig svo í hlé í 2-5 mínútur til þess að gefa heilanum færi á að vinna úr þeim boðum sem hann fær send.

Meðferðaraðilinn kemur aftur inn til að framkvæma fleiri hreyfingar á skjólstæðingnum og þannig gengur meðferðin fyrir sig í þær 45 mín. sem hún tekur.

Í lok meðferðar fær skjólstæðingurinn að liggja í nokkrar mínútur áfram á bekknum til að njóta góðs af slökuninni sem hlýst af meðferðinni.  Ekki er óalgengt að fólki renni í brjóst á meðan meðferð stendur.

n67953431487_2586882_8990 (1)

Yfirleitt er unnið í gegnum léttan fatnað og þ.a.l. er oft ekki þörf á að afklæðast.
Gott er að hafa þetta í huga þegar farið er í Bowen meðferð – að vera í eða taka með sér til skiptanna léttan fatnað.

Shiatsu_420x3151

Það geta allir þegið Bowen meðferð óháð aldri!

Þó að Bowentæknir geti meðhöndlað fólk með alls konar sjúkdóma eða kvilla
þá læknum við ekki sjúkdóma!
Hugmyndafræði meðferðarinnar út á það að
líkaminn lækni sig sjálfur – fái hann tækifæri til þess.

a9657cc15c9b767b6359aba793ff93fd

~ mjúk og áhrifarík meðferð ~

Leave a Reply