Fróðleikur

Hér verður fjallað um þau hjálparmeðul
sem Bowentæknar nota og mæla með sem hluta af meðferð
en þar er fyrst að telja:

Eplaedik, en sögur af notkun þess í lækningaskyni ná aftur til daga
Hippocratesar,föður læknisfræðinnar!

 

X

Rannsóknir sem framkvæmdar voru árin 2004 og 2007 bæði í Arizona og
í Svíþjóð sýndu að eplaedik hefur áhrif á blóðsykur.

Því er einnig haldið fram að eplaedik minnki bjúgmyndun í líkamanum,
hafi grennandi áhrif og jafni ph gildi ( sýrustig ) líkamans.

Eplaedik jafnar sýrustig legvatns.

X

Fleiri upplýsingar um ágæti eplaediks er að finna undir flipanum „Tenglar“
en þar er t.d. fjallað um áhrif eplaediks á bólur og excem.

Gott er að bæta 2 tsk. af eplaediki út í heitt vatn ásamt 1 tsk. af hunangi
og sötra af – til að vinna á bólum en einnig má þynna edikið út með vatni
í hlutföllunum 1:4 og nota eins og hreinsivatn

 

X

Á tognun og nýjar bólgur er mjög áhrifaríkt að væta grisju eða sárabindi
með eplaediki og vefja um/ leggja á bólgna eða auma svæðið
og plasta þar yfir í stað þess að nota kælingu.

Vegna þess hve hátt hlutfall er af kalíum (potassium) í eplaediki,
en það er steinefni nauðsynlegt starfsemi lífæra,
þá gerir það edikið ákjósanlegasta efnið til meðhöndlunar á bólgum.

Kæling hins vegar getur haft óafturkræfar afleiðingar til hins verra.

R.I.C.E. VS. R.A.C.E.

 RICE stendur fyrir:

R: Rest / Hvíld
I: Ice / Kæling
C: Compression / Þrýstingur
E: Elevation / Hækkun undir…

Þetta hugtak er löngu orðið þekkt og aðferðn mikið notuð af sjúkraþjálfurum, íþróttaþjálfurum og jafnvel íþróttamönnum sjálfum eða vel flestum sem hafa eitthvað af íþróttameiðslum að segja.

Það er hins vegar að koma meir og meir í ljós að hluti þessarar meðferðar getur gert meiri skaða en bata!

Það er kælingin sem þarna um ræðir en ef óvarlega er farið getur of mikil kæling skaddað taugaenda og jafnvel orsakað kal.  Þar fyrir utan, þegar kælingu er hætt þá vill svo til að veika svæðið hitnar of hratt sem verður til þess að sjokk verður og batinn því hægari.

Hvað á þá að gera í stað þess að kæla?


Þar komum við að RACE!  (eða RACvE)

R: Rest / Hvíld
A: Apple Cider Vinegar / Eplaedik
C: Compression / Þrýstingur
E: Elevation  / Hækkun undir…

Sömu hugtök á ferð nema í stað kælingar er notað eplaedik.  Litla vaffið milli C og E er eingöngu til að minna á að ACv = Apple Cider vinegar / Eplaedik.

Aðferðin er einföld:
Sáragrisja / kompressa er vætt í eplaedikinu og vafið um / lagt á auma svæðið síðan er eldhúsplasti vafið þar utan um.   Þrýsting ef þarf og hækkun undir.
Baksturinn hafður á í klukkustund, tekið af og húðin látin þorna, síðan endurtekið í aðra klukkustund.

ATH! Þynna má eplaedikið út með vatni fyrir viðkvæma húð.
Ef sár eða fleiður er þá þarf að bera vaselín á sárið áður en baksturinn er settur á.

Svo er að leita að næsta Bowentækni 🙂

Í flestum íþróttahúsum er búið að koma upp klakavél til að auðvelda aðgang að kælingu þegar meiðsl verða.  Í raun ætti ekki að nota klakann í neitt annað en til þess að kæla drykki!!  Það væri nær að  íþróttahúsin hefðu eplaediks- flösku og eldhúsplast á staðnum.

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

  Epsom salt

XX

Ég mæli gjarnan með notkun Epsom salts sem hluta af meðferð,
sérstaklega fyrir gigtarsjúklinga og þá sem þjást af liðverkjum.

Einnig nýtist Epsom íþróttafólki vel t.d. eftir strembnar æfingar þar
sem saltið dregur mjólkursýrur og neikvæðar sýrur úr líkamanum.

Notkun þess er orðin vel þekkt meðal íþróttafólks í Evrópu.

X

Ekki eru það eingöngu íþróttamenn sem hafa áttað sig á ágæti saltsins
því stjörnurnar í Hollywood nota það í miklum mæli
sem ódýrafegrunar- og spa meðferð.

Epsom saltið getur þú nálgast hjá Vendipunktinum ásamt ráðleggingum um notkun.

X

Leave a Reply