Hver var Tom Bowen?

   …eða Thomas Ambrose Bowen eins og hann hét fullu nafni.

Upphafsmaðurinn og höfundur  Bowen Tækninnar.

Hann fæddist í Geelong, Ástralíu árið 1916.  Lauk ekki grunnskólaprófi en vann í sementsverksmiðju þar sem hæfileikar hans sem nú eru þekktir um víða veröld til að komu í ljós.

Hann titlaði sig sem osteopata en féll hins vegar á munnlega prófinu sem varð til þess að hann fékk ekki að nota það starfsheiti.  Verklegi þátturinn lék hins vegar í höndum hans sem ber næmni hans til að lesa líkamann gott vitni.

Árið 1975 stóðu heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu fyrir umfangsmikilli rannsókn á „óhefðbundnum aðferðum“ í lækningaskyni.  Það var ekki einungis sá gríðarlegi fjöldi fólks sem Bowen meðhöndlaði – en það voru um 13.000 manns á ári – sem vakti undrun þeirra heldur einnig árangur hans og fjöldi endurkoma.

Hér hefur einungis verið stiklað á stóru um ævi þessa merka manns en ítarlegri umfjöllun má finna á eftirfarandi síðum:

www.usbowen.com

www.bowendirectory.com

www.mybowen.com

…og eflaust er að finna enn fleiri síður t.d. á Google

Tom Bowen að störfum

Tom Bowen lést í október 1982 eftir langvinn veikindi.

Leave a Reply